Lífið

Lohan kennir heimilislausum

Lindsay Lohan hyggst kenna heimilislausum konum að nota frásagnarlistina.
Lindsay Lohan hyggst kenna heimilislausum konum að nota frásagnarlistina.
Lindsay Lohan er byrjuð að búa sig undir samfélagsþjónustu sem dómari í Los Angeles skikkaði hana nýverið til að sinna. Lohan, sem var einnig dæmd í 120 daga fangelsisvist, þarf að vinna í 480 klukkustundir í þágu samfélagsins og hyggst eyða þeim í að kenna heimilislausum konum að leika. Lohan var dæmd fyrir að rjúfa skilorð þegar skartgripasali sakaði hana um að stela hálsmeni frá sér.

Samkvæmt vefsíðunni Contactmusic.com ætlar Lohan að vera með leiklistarnámskeið í miðstöð heimilislausra kvenna í Los Angeles. Námskeiðinu hefur verið gefið nafnið DIVAS en þar verður fimmtán konum kennt hvernig þær geti tjáð sig með frásagnarlistina að vopni. Samkvæmt heimildum vefsíðunnar lítur Lohan á þetta sem kærkomið tækifæri til að endurreisa ímynd sína og láta gott af sér leiða. Lohan mun einnig taka þátt í þrifnaðaraðgerðum í Los Angeles sýslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.