Lífið

Órói sýnd í Kristiansand

Kvikmyndin Órói verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Kristiansand.
Kvikmyndin Órói verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Kristiansand.
Kvikmyndin Órói verður opnunarmyndin á kvikmyndahátíðinni í Kristiansand í Noregi 3. maí. Hátíðin sérhæfir sig í kvikmyndum fyrir ungt fólk og er mjög virt. Baldvin Z, leikstjóri Óróa, Ingibjörg Reynisdóttir, handritshöfundur og leikkona, og Atli Óskar Fjalarsson, aðalleikari myndarinnar, verða viðstödd frumsýninguna. Myndin verður sýnd fjórum sinnum og munu aðstandendur hennar svara spurningum áhorfenda að loknum sýningum. Órói var frumsýnd í október í fyrra og fékk mjög góðar viðtökur. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.