Erlent

Köttur kveikti í íbúð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er sem betur fer ekki á hverjum degi sem köttur kveikir í íbúð. Mynd/ afp.
Það er sem betur fer ekki á hverjum degi sem köttur kveikir í íbúð. Mynd/ afp.
Eldur gaus upp í íbúð eldri borgara í Søfryd á Jótlandi eftir að köttur velti við fuglabúri sem velti svo við kertaljósi. Engum varð meint af en íbúðin er ónýt eftir eldinn. Kötturinn stökk upp á borð þar sem fuglabúrið stóð og valt á hliðina á kertaljósið. Á vef Jyllands Posten kemur fram að fuglinn í búrinu drapst í eldinum en kötturinn og eldri borgarinn sem átti bæði fuglinn og köttinn björguðust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×