Enski boltinn

Rooney gæti náð leiknum um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, bindur vonir við það að Wayne Rooney geti spilað með liðinu gegn Liverpool í ensku bikarkeppninni um helgina.

Rooney meiddist á ökkla í leik United gegn West Brom á nýársdag. Hann misst af leiknum gegn Stoke á þriðjudaginn en er aftur byrjaður að æfa.

„Wayne byrjaði að æfa aftur í gær og við vonumst bara til þess að hann verði orðinn góður fyrir sunnudaginn," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×