Enski boltinn

Redknapp segir að Beckham komi ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/AP

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að David Beckham muni líklega ekki ganga til liðs við félagið eins og búist var við.

„Ég held að þetta mál muni ekki ganga í gegn,“ sagði Redknapp. „Ég ræddi við stjórnarmanninn og ég held að tryggingarnar séu mikið vandamál.“

Beckham sleit hásin þegar hann var í láni hjá AC Milan á síðustu leiktíð og því er líklegt að Tottenham hefði þurft að taka á sig fokdýrar tryggingar til að mega fá Beckham að láni frá LA Galaxy í Bandaríkjunum.

„David er velkomið að að koma og æfa hér í mánuð eða svo. Ég held að hann muni gera það og það væri okkur mikið ánægjuefni.“

„En ég held að það sé útilokað að hann komi hingað sem leikmaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×