Favre endanlega hættur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. janúar 2011 16:30 Favre hleypur af vellinum í síðasta skipti. AP Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre. Erlendar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Leikstjórnandinn Brett Favre hefur tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna. Þetta er reyndar í þriðja skiptið sem hann gerir það en flestir eru sammála um að hann standi við það að þessu sinni. Hinn 41 árs gamli Favre hætti árin 2008 og 2009 en gat svo ekki staðið við ákvörðunina þegar upp var staðið. Fyrst spilaði hann með NY Jets en síðan fór hann til Minnesota Vikings. Hann spilaði þó lungann af sínum ferli hjá Green Bay Packers. „Ég veit það er kominn tími á mig og ég er sáttur við það," sagði Favre eftir lokaleik Minnesota á tímabilinu sem var tapleikur gegn Detroit. Favre gat ekki spilað í lokaleiknum. Hann skilur eftir sig fjölda meta í NFL-deildinni en ótrúlegasta metið sem hann setti er að spila 321 leik í röð. Honum tókst að vinna Super Bowl einu sinni á sínum ferli en það var árið 1997 með Packers. Meðal þeirra meta sem hann á eru flestir sigurleikir (186), flestir kastaðir metrar (71.838 yardar), snertimarkssendingar (508) og tapaðir boltar (335). Favre átti erfitt með sig á blaðamannafundinum er hann tilkynnti að hann væri hættur. Favre átti frábært tímabil í fyrra og var hársbreidd frá því að koma Vikings í Super Bowl. Hann ákvað að reyna aftur í ár en hefði betur látið það eiga sig því það hefur allt gengið á afturfótunum bæði hjá honum og Vikings sem var fjarri því að komast í úrslitakeppnina. Hann missti einnig í fyrsta skipti af leikjum á ferlinum og lauk keppni afar lemstraður. Hann sér þó ekki eftir því að hafa reynt að spila áfram í ár. „Þetta hefur verið frábær reynsla fyrir mig. Vissulega gekk þetta tímabil ekki vel en svona er boltinn. Ég sé alls ekki eftir því að hafa reynt aftur í ár. Ég virkilega naut tímans hér í Minnesota. Ég sé ekki eftir neinu á mínum ferli og veit ekki um marga sem geta sagt það sama. Ég uppskar meira á mínum ferli en ég gat leyft mér að dreyma um. „Það verður aldrei auðvelt fyrir mig að hætta og ég veit að eflaust eiga einhverjir eftir að velta upp þeirri spurningu hvort ég taki annað ár. Af því verður samt ekki. Ég er hættur og núna er ég sáttur við að hætta," sagði Favre.
Erlendar Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn