ESB er í senn betra og mun verra en EES 14. júní 2011 05:00 Á þingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram fyrirspurn um EES og Össur hélt því fram að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópusambandinu sé skárri en EES-samstarfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðanatöku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallarhagsmuna þjóðarinnar, auðlindanna og þá sérstaklega sjávarauðlindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorður en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og í vaxandi mæli með efasemdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samningurinn setur á lýðræðið og möguleika okkar til að stýra okkar nærumhverfi," segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í framhaldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins" með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi," sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþinginu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan," segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmunum Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli," segir Össur. klemens@frettabladid.is Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópusambandinu sé skárri en EES-samstarfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðanatöku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallarhagsmuna þjóðarinnar, auðlindanna og þá sérstaklega sjávarauðlindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorður en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og í vaxandi mæli með efasemdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samningurinn setur á lýðræðið og möguleika okkar til að stýra okkar nærumhverfi," segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í framhaldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins" með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi," sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþinginu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan," segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmunum Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli," segir Össur. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira