ESB er í senn betra og mun verra en EES 14. júní 2011 05:00 Á þingi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lagði fram fyrirspurn um EES og Össur hélt því fram að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópusambandinu sé skárri en EES-samstarfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðanatöku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallarhagsmuna þjóðarinnar, auðlindanna og þá sérstaklega sjávarauðlindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorður en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og í vaxandi mæli með efasemdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samningurinn setur á lýðræðið og möguleika okkar til að stýra okkar nærumhverfi," segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í framhaldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins" með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi," sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþinginu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan," segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmunum Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli," segir Össur. klemens@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra telur nokkur sannindi í því að aðild að Evrópusambandinu sé skárri en EES-samstarfið ef einblínt er á þá aðkomu að upplýsingum og að ákvarðanatöku, sem í fyrri kostinum felst. „En sé litið til grundvallarhagsmuna þjóðarinnar, auðlindanna og þá sérstaklega sjávarauðlindarinnar, og möguleika okkar á að skipuleggja landbúnaðinn og þjóðfélagið almennt, þá setur ESB okkur miklu þrengri skorður en EES. Ég er mjög andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu og í vaxandi mæli með efasemdir um EES, ekki síst vegna þess hve miklar hömlur samningurinn setur á lýðræðið og möguleika okkar til að stýra okkar nærumhverfi," segir hann. Ögmundur leggur þó ekki til að Ísland hætti í EES. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hélt því fram á þingi á miðvikudag að Ögmundur teldi ESB skárri kost en EES, þegar Össur ræddi þessi mál í framhaldi af fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur þingmanni. Þorgerður hafði spurt hvort Össur vildi gera ítarlega úttekt á EES-samningnum eins og Norðmenn. Össur neitaði því, enda hefðu Íslendingar ákveðið að „sneiða hjá ágöllum EES-samningsins" með öðrum hætti en Norðmenn, nefnilega með því að sækja um aðild að ESB. Þá væri ekki langt síðan skýrsla hefði verið gerð um stöðu Íslands í Evrópu, þar sem fjallað var um galla EES. „Þeir [ágallar] eru enn í fullu gildi," sagði Össur. Utanríkisráðherra telur þó að þingmenn eigi að styrkja stöðu Íslands innan EES eins og hægt er, þrátt fyrir aðildarumsóknina, og benti á að Evrópuþingið er orðið að mun öflugri stofnun en það var í árdaga EES. „Þingflokkarnir [gætu] haft ákveðna aðkomu að Evrópuþinginu, svipað og Norðmenn, með því að hafa þar skrifstofu. Norðmenn hafa þar tugi manna í dag en við engan," segir hann. Flokkarnir ættu líka að þiggja boð evrópskra flokka um seturétt í flokkahópunum í Brussel. „Ég tel að ef það kæmi eitthvert mál sem væri andstætt hagsmunum Íslands myndu allir íslensku flokkarnir hafa sameiginlega afstöðu í því máli," segir Össur. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira