Lífið

Sveppi í sólarhring uppi á jökli

Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri Sveppa-myndanna, leiðbeinir þeim Guðjóni Davíð, Sveppa og Vilhelm Antoni fyrir tökur.Myndir/Ægir J. Guðmundsson
Bragi Þór Hinriksson, leikstjóri Sveppa-myndanna, leiðbeinir þeim Guðjóni Davíð, Sveppa og Vilhelm Antoni fyrir tökur.Myndir/Ægir J. Guðmundsson
„Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hversu mikið vesen það er að gera eina bíómynd," segir Sverrir Þór Sverrisson. Hann er byrjaður á þriðju Sveppa-myndinni en hinar tvær hafa slegið rækilega í gegn hjá yngstu kynslóðinni. Í síðustu mynd prófaði Sverrir að gera myndina með hinni vinsælu þrívíddar-tækni en mynd númer þrjú verður unnin á hefðbundinn hátt. „Við erum búnir með þrívíddina."

Sverrir var nýkominn niður af Langjökli þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þar var hann ásamt leikurum og leikstjóranum Braga Hinrikssyni í nánast heilan sólarhring að taka upp eina senu. „Það svífur svolítill James Bond-andi yfir vötnum í því atriði, við Bragi höfum heldur aldrei verið feimnir við að vísa í aðra myndir." Sverrir segir tökurnar hafa verið hreint ævintýri þótt þær hafi vissulega tekið á enda voru þeir uppi á jökli í tæpa tuttugu klukkutíma með snjótroðara og snjósleða í fullri vinnu.

Dularfullur og fljúgandi töfraskápur leikur lykilhlutverk í myndinni en vondi karlinn, leikinn af Halli Ingólfssyni, ásælist hann mjög og vill selja hann til útlanda. „Vondi karlinn er ekkert það vondur ef maður les milli línanna, hann er góður að upplagi en hefur bara villst af braut," segir Sverrir sem lofar mikilli og spennu og miklu fjöri. „Þetta er mikið ævintýri."- fgg

Bragi leikstjóri sáttur með ferðina.
Það var ægifagurt um að litast uppi á Langjökli þegar tökuliðið var að störfum.
Smá James Bond-andi sveif yfir vötnum þegar þeir félagarnir þeyttust eftir ísnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.