Lífið

Ertu fótósjoppuð í drasl eða bótoxuð?

MYNDIR/Allure & Cover Media
Söngkona Black Eyed Peas, Fergie, 36 ára, prýðir forsíðu Allure tímaritsins og er stórglæsileg að vanda. Það glæsileg að hún minnir helst á tíu ára barn þegar kemur að húðinni á henni.

Pressan vestan hafs veltir sér stöðugt upp úr útliti söngkonunnar sem er annað hvort fótósjoppuð alla leið með aðstoð tölvutækninnar á umræddri forsíðu eða hún er ákafur áskrifandi að bótoxi sem hefur lamandi áhrif á andlitsvöðvana.



Eins og sjá má í myndasafni verður andlit Fergie sléttara og fegurra með hverju árinu.

„Ég er ung í anda og mun alltaf vera það en ég ætla mér að eldast tignarlega. Ég hef lært að elska nefið á mér í gegnum tíðina því það er sérstakt og það gerir mig einstaka og öðruvísi en aðrar konur," sagði Fergie spurð út í aldurinn og útlitið í forsíðuviðtalinu.

Sjá myndirnar hér.

Komdu með okkur í bíó!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.