Enski boltinn

Neyðarlegt tap hjá Chelsea - jafntefli í stórleiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr stórleiknum í kvöld.
Úr stórleiknum í kvöld.

Fjórum leikjum af sjö í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er lokið. Markalaust jafntefli varð í stórslag Arsenal og Man. City á meðan raunir Chelsea héldu áfram. Liðið tapaði fyrir Wolves í kvöld.

Leikur Arsenal og Man. City stóð ekki alveg undir væntingum og var frekar litlaus. Það vantaði þó ekki lífið undir lokin er Zabaleta og Sagna létu reka sig af velli fyrir að stinga höfðum saman.

José Bosingwa skoraði slysalegt sjálfsmark á 5. mínútu og það mark dugði Wolves til sigurs gegn Chelsea. Meistararnir eru því alls ekki komnir í gang eins og margir héldu.

Hinn ungi Leon Best skoraði þrennu fyrir Newcastle sem valtaði yfir West Ham og spurning hvort Avram Grant, stjóri West Ham, lifi þessa slátrun af.

Sunderland vann svo sterkan útisigur á Villa þar sem helst bar til tíðinda að tvo rauð spjöld fóru á loft.

Úrslitin:

Arsenal-Man. City  0-0

Rauð spjöld: Pablo Zabaleta, Man. City (89.), Bacary Sagna, Arsenal (89.)

Aston Villa-Sunderland  0-1

0-1 Phillip Bardsley (80.).

Rauð spjöld: Emile Heskey, Aston Villa (67.), Boudewijn Zenden, Sunderland (86.)

Newcastle-West Ham  5-0

1-0 Leon Best (17.), 2-0 Leon Best (38.), 3-0 Kevin Nolan (44.), 4-0 Leon Best (59.), 5-0 Peter Lövenkrands (62.)

Wolves-Chelsea   1-0

1-0 José Bosingwa, sjm (5.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×