Innlent

Pössum okkur að borða ekki of mikið yfir hátíðarnar

Nammi namm, ég ætla að borða þetta allt, munu eflaust einhverjir hugsa á aðfangadagskvöld.
Nammi namm, ég ætla að borða þetta allt, munu eflaust einhverjir hugsa á aðfangadagskvöld. mynd úr safni
„Þó að við tökum hraustlega til matar þá er samt sem áður gott að hafa þessi heilræði í farteskinu; að borða ekki of mikið - og sérstaklega ekki alltaf of mikið," segir Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur, sem var gestur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Nú þegar jólin fara að ganga í garð er hvert jólaboðið á fætur öðru þar sem fólk borðar á sig gat marga daga í röð. Steinar segir að það þurfi að fara varlega um jólin - enda sé úr miklu að velja.

„Það er nefnilega hægt að borða sig til óbóta, það er bara þannig. Og dæmin sýna að það er ansi mikið að gera hjá læknastéttinni okkar strax eftir mat á aðfangadag."

Hægt er að hlusta á viðtalið við Steinar með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×