Smitaðist af nóróveiru á spítala og lést í kjölfarið Karen D. Kjartansdóttir skrifar 14. mars 2011 18:47 Karlmaður lést nýlega eftir að hafa smitast af nóróveiru á Landspítalanum. Eiginkona mannsins segist ekki skilja hvers vegna hann var ekki settur í einangrun á spítalanum, þar sem vitað var að hann hafði veikar varnir gagnvart sýkingum. Ásgeir Helgason, lést í byrjun febrúar á Landspítalanum. Dánarmein hans var hjartastopp, öndunarbilun og svo nóróveirusýking. Nóróveirur geta valdið miklum niðurgangi, uppköstum og magaverkjum og eru bráðsmitandi. Frá árinu 2002 hafa smit gert vart við sig á sjúkrastofnunum landsins og valdið talsverðum vandamálum. Í vetur var ástandið óvenju slæmt og fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um málið um miðjan janúar. Þar sagði að ástandið væri svo slæmt að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna pestarinnar og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar væri álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Vegna þessa ástands var ekki hægt að einangra alla sjúklinga eins og nauðsynlegt hefði verið. Ásgeir hafði verið í krabbameinsmeðferð og hafði eiginkona hans fengið þær upplýsingar að hann hefði svarað meðferðinni vel og allt benti til þess að hann myndi eiga allt upp í fimmtán góð ár eftir ólifuð. „Þetta hafði allt gengið óskaplega vel miðað við að hann var 75 ára, hann var svo vel á sig kominn var mikill fjallgöngumaður og alltaf í því að halda sér í formi. Svo er það daginn sem að Stöð 2 er með frétt um nóróveiruna að það sést á myndskeiðinu að hann er að rölta á ganginum. Hann hringdi í mig eftir fréttina og sagði að stofufélagi sinn hefði verið að koma til baka og sá væri með alveg húrrandi niðurgang. Daginn eftir er svo minn maður orðinn veikur," segir Guðrún Jóhannsdóttir ekkja Ásgeirs. Hún er mjög ósátt við að hann hafi ekki verið settur í einangrun á Landspítalanum enda hafi hann verið sérstaklega útsettur fyrir smiti á borð við nóróveirusýkingu. „Ég skil bara ekki af hverju hann er látinn vera á rölti á ganginum á þessu stigi út af áhættunni á að hann smitaðist af einhverju."Guðrún Jóhannsdóttir ásamt manni sínum.Samkvæmt Landlæknisembættinu koma stundum upp dauðsföll vegna nóróveirusýkingar, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Þar hafa þó ekki verið teknar saman tölur um málið. Þegar fréttastofa fjallaði um málið í janúar lágu 730 sjúklingar á Landspítalanum þótt venjulega séu aðeins tiltæk sjúkrarúm fyrir 657 manneskjur. Í samtali við fréttastofu sagði Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýklavarna á Landspítalanum, því miður hafi spítalinn ekki haft bolmagn til að einangra alla. Húsnæðismál komist ekki í lag fyrr en nýr spítali komist í gagnið. Slík svör duga þó syrgjandi ættingjum skammt. Guðrún segir að hún hefði sjálf viljað fá að annast manninn sinn heima fyrir fyrst spítalinn hafði ekki getu til þess. „Það er spítalinn sem ber ábyrgð á þessu, ef hann hefði ekki smitast þar þá sæti hann hér í stofunni í stólnum sínum," segir Guðrún. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Karlmaður lést nýlega eftir að hafa smitast af nóróveiru á Landspítalanum. Eiginkona mannsins segist ekki skilja hvers vegna hann var ekki settur í einangrun á spítalanum, þar sem vitað var að hann hafði veikar varnir gagnvart sýkingum. Ásgeir Helgason, lést í byrjun febrúar á Landspítalanum. Dánarmein hans var hjartastopp, öndunarbilun og svo nóróveirusýking. Nóróveirur geta valdið miklum niðurgangi, uppköstum og magaverkjum og eru bráðsmitandi. Frá árinu 2002 hafa smit gert vart við sig á sjúkrastofnunum landsins og valdið talsverðum vandamálum. Í vetur var ástandið óvenju slæmt og fjallaði fréttastofa Stöðvar 2 um málið um miðjan janúar. Þar sagði að ástandið væri svo slæmt að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, tvö hjúkrunarheimili og Landakot taka ekki lengur á móti sjúklingum vegna pestarinnar og nauðsynlegt gæti verið að endurskoða heimsóknartíma á Landspítalanum. Þar væri álagið slíkt að gangar og setustofur eru nýttar undir sjúklinga. Vegna þessa ástands var ekki hægt að einangra alla sjúklinga eins og nauðsynlegt hefði verið. Ásgeir hafði verið í krabbameinsmeðferð og hafði eiginkona hans fengið þær upplýsingar að hann hefði svarað meðferðinni vel og allt benti til þess að hann myndi eiga allt upp í fimmtán góð ár eftir ólifuð. „Þetta hafði allt gengið óskaplega vel miðað við að hann var 75 ára, hann var svo vel á sig kominn var mikill fjallgöngumaður og alltaf í því að halda sér í formi. Svo er það daginn sem að Stöð 2 er með frétt um nóróveiruna að það sést á myndskeiðinu að hann er að rölta á ganginum. Hann hringdi í mig eftir fréttina og sagði að stofufélagi sinn hefði verið að koma til baka og sá væri með alveg húrrandi niðurgang. Daginn eftir er svo minn maður orðinn veikur," segir Guðrún Jóhannsdóttir ekkja Ásgeirs. Hún er mjög ósátt við að hann hafi ekki verið settur í einangrun á Landspítalanum enda hafi hann verið sérstaklega útsettur fyrir smiti á borð við nóróveirusýkingu. „Ég skil bara ekki af hverju hann er látinn vera á rölti á ganginum á þessu stigi út af áhættunni á að hann smitaðist af einhverju."Guðrún Jóhannsdóttir ásamt manni sínum.Samkvæmt Landlæknisembættinu koma stundum upp dauðsföll vegna nóróveirusýkingar, hjá fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Þar hafa þó ekki verið teknar saman tölur um málið. Þegar fréttastofa fjallaði um málið í janúar lágu 730 sjúklingar á Landspítalanum þótt venjulega séu aðeins tiltæk sjúkrarúm fyrir 657 manneskjur. Í samtali við fréttastofu sagði Ólafur Guðlaugsson, yfirmaður sýklavarna á Landspítalanum, því miður hafi spítalinn ekki haft bolmagn til að einangra alla. Húsnæðismál komist ekki í lag fyrr en nýr spítali komist í gagnið. Slík svör duga þó syrgjandi ættingjum skammt. Guðrún segir að hún hefði sjálf viljað fá að annast manninn sinn heima fyrir fyrst spítalinn hafði ekki getu til þess. „Það er spítalinn sem ber ábyrgð á þessu, ef hann hefði ekki smitast þar þá sæti hann hér í stofunni í stólnum sínum," segir Guðrún.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira