Djokovic fór illa með Berlocq Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2011 11:30 Efsti maður heimslistans, Novak Djokovic, var í banastuði á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nóttþegar hann lagði Argentínumanninn Carlos Berlocq í þremur settum 6-0, 6-0 og 6-2. Spilamennska Djokovic þótti á köflum svo góð að áhorfendur vorkenndu Berlocq sem spilaði afar vel en átti ekki möguleika gegn sjóðandi heitum Serbanum. „Tvö fyrstu settin voru fullkomin. Ég gæti ekki spilað betur. Ég svaraði öllum skotum hans, ég kláraði stigin þegar þess þurfti og vann mörg stig þar sem hann átti ekkert svar við skotum mínum. Uppgjöfin var í lagi og svör mín við uppgjöfum hans voru frábær,“ sagði Serbinn að leik loknum. Litlu munaði að Berlocq yrði fyrsti keppandinn í 24 ár til þess að tapa leik án þess að vinna lotu. Argentínumaðurinn, sem er númer 74 á heimslistanum, náði að bjarga andlitinu og vinna tvær lotur í lokasettinu. „Ég vorkenndi honum á köflum í þriðja settinu því hann reyndi eins og hann gat að komast aftur inn í leikinn. Ég verð að virða hann fyrir að hafa reynt,“ sagði Djokovic sem kominn er í 3. umferð mótsins. Í myndbandinu má sjá baráttu Djokovic og Berlocq um stig í leiknum. Svo virðist sem Djokovic sé hreinlega að leika sér að Berlocq. Roger Federer er einnig kominn í 3. umferð eftir öruggan sigur á Dudi Sela frá Ísrael 6-3, 6-2 og 6-2. Federer hefur fimm sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu. Erlendar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Efsti maður heimslistans, Novak Djokovic, var í banastuði á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nóttþegar hann lagði Argentínumanninn Carlos Berlocq í þremur settum 6-0, 6-0 og 6-2. Spilamennska Djokovic þótti á köflum svo góð að áhorfendur vorkenndu Berlocq sem spilaði afar vel en átti ekki möguleika gegn sjóðandi heitum Serbanum. „Tvö fyrstu settin voru fullkomin. Ég gæti ekki spilað betur. Ég svaraði öllum skotum hans, ég kláraði stigin þegar þess þurfti og vann mörg stig þar sem hann átti ekkert svar við skotum mínum. Uppgjöfin var í lagi og svör mín við uppgjöfum hans voru frábær,“ sagði Serbinn að leik loknum. Litlu munaði að Berlocq yrði fyrsti keppandinn í 24 ár til þess að tapa leik án þess að vinna lotu. Argentínumaðurinn, sem er númer 74 á heimslistanum, náði að bjarga andlitinu og vinna tvær lotur í lokasettinu. „Ég vorkenndi honum á köflum í þriðja settinu því hann reyndi eins og hann gat að komast aftur inn í leikinn. Ég verð að virða hann fyrir að hafa reynt,“ sagði Djokovic sem kominn er í 3. umferð mótsins. Í myndbandinu má sjá baráttu Djokovic og Berlocq um stig í leiknum. Svo virðist sem Djokovic sé hreinlega að leika sér að Berlocq. Roger Federer er einnig kominn í 3. umferð eftir öruggan sigur á Dudi Sela frá Ísrael 6-3, 6-2 og 6-2. Federer hefur fimm sinnum staðið uppi sem sigurvegari á mótinu.
Erlendar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn