Lífið

Cut Copy til Íslands í sumar

Ástralska diskórokksveitin Cut Copy treður upp á Nasa í júlí. Steinþór Helgi lofar besta partíi sumarsins.
Ástralska diskórokksveitin Cut Copy treður upp á Nasa í júlí. Steinþór Helgi lofar besta partíi sumarsins.
„Ég held að þetta eigi eftir að verða besta partí sumarsins, jafnvel þótt það sé á miðvikudegi. Bestu partí sumarsins eru alltaf á virkum dögum," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson tónleikahaldari.

Ástralska hljómsveitin Cut Copy heldur tónleika á Nasa hinn 20. júlí í sumar. Steinþór og tónleikafyrirtækið Faxaflói sjá um skipulagningu. Hann segir að tónleikagestir verði ekki sviknir af upplifuninni. „Þetta er búið að vera eitt af mínum uppáhaldsböndum í svolítinn tíma og eitt það skemmtilegasta sem ég hef séð á tónleikum. Þeir eru alveg trylltir. Ég sendi Atla Bollason á tónleika með þeim í Montreal um daginn til að tékka á hvernig þeir væru. Hann gaf þeim sín bestu meðmæli," segir Steinþór.

Cut Copy sló í gegn með plötunni In Ghost Colours árið 2008. Henni var fylgt eftir með Zonoscope, sem kom út snemma á þessu ári. „Tónlist þeirra hefur verið kölluð diskórokk og það á mjög vel við. Það er mikið af syntum í þessu, diskódansvænum töktum, en svo eru líka rafmagnsgítarar og læti." - hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.