Lífið

Húðflúrari Tyson bálreiður

Ef kynningarmyndband væntanlegrar kvikmyndar Hangover 2 er skoðað í meðfylgjandi myndskeiði má greinilega sjá að Ed Helms vaknar upp með nákvæmlega eins húðflúr og Mike Tyson lét setja á andlitið á sér árið 2003.

Húðflúrarinn, S. Victor Whitmill, sem bæði teiknaði og húðflúraði listaverkið í andlitið á Tyson er brjálaður út í Warner Bros, framleiðanda kvikmyndarinnar, því hann telur sig eiga höfundarrétt listaverksins og af því að ekki var haft samband við hann fyrir gerð myndarinnar.

S. Victor hefur kært Warner Bros og fer fram á stjarnfræðilega háa fjárhæð í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.