Lífið

Lindsay horfist í augu við sjálfa sig

Erfiðir tímar Það hefur tekið sinn tíma fyrir Lohan að ná sér aftur á strik. Hún viðurkenndi í viðtali við Jay Leno að hún hefði gert mikið af mistökum.
Erfiðir tímar Það hefur tekið sinn tíma fyrir Lohan að ná sér aftur á strik. Hún viðurkenndi í viðtali við Jay Leno að hún hefði gert mikið af mistökum.
Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan hefur ákveðið að líta í eigin barm. Hún viðurkenndi í spjallþætti Jay Leno í gærkvöldi að hún hefði gert mörg mistök í lífi sínu.

Lohan var nýlega dæmd í fangelsi í fjórða sinn á tiltölulega skömmum tíma og ákvað dómari í Los Angeles að Lohan hefði rofið skilorð sitt frá árinu 2007 þegar hún var handtekin vegna ölvunaraksturs. Dómurinn hljóðar upp á nokkrar vikur í fangelsi og 400 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Lohan er grunuð um að hafa stolið hálsmeni frá skartgripahönnuði í Kaliforníu og verður réttað yfir henni í því máli í júní.

Lohan sagði við Leno í þætti gærkvöldsins að hún væri ekkert barn lengur. „Ég er 24 ára og hef gert mikið af mistökum og horfist í augu við það. Ég sé hlutina hins vegar í skýrara ljósi núna. Um leið og ég er einbeitt næ ég þeim takmörkum sem ég vil ná.“ Lohan bætir því við að ekki sé alltaf auðvelt að vera í þeirri stöðu sem hún var í. „Þegar maður er á mínum aldri er maður aldrei þakklátur fyrir það sem maður hefur. Þetta er bara ein stór rússíbanareið og aðrir taka allar ákvarðanir fyrir mann.“

Lohan hyggst endurreisa feril sinn og þegar hefur verið staðfest að hún muni leika á móti John Travolta í kvikmynd um John Gotti og Gambino-mafíufjölskylduna illræmdu. Framleiðendurnir hafa þegar lýst því yfir að umræddur dómur muni ekki hafa nein áhrif á kvikmyndina; Lohan muni leika í henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.