Lífið

Airwaves reynir við Fleet Foxes

til Íslands? Robin Pecknold og félagar í Fleet Foxes eru hugsanlega á leiðinni til Íslands.NOrdicphotos/getty
til Íslands? Robin Pecknold og félagar í Fleet Foxes eru hugsanlega á leiðinni til Íslands.NOrdicphotos/getty NORDICPHOTOS/GETTY
„Fleet Foxes er flott band, Seattle er góð borg og það væri vissulega gaman að fá þá á Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Grímur og félagar séu í viðræðum við bandarísku hljómsveitina Fleet Foxes frá Seattle um að hún komi fram á Airwaves-hátíðinni í haust. Heimildir herma einnig að viðræðurnar hafi staðið yfir í marga mánuði. Grímur vildi lítið tjá sig um málið í gær og sagði einfaldlega að Airwaves reyndi ávallt að fá góðar hljómsveitir sem pössuðu á hátíðina.

Fleet Foxes, sem er þjóðlagapoppsveit, er á mála hjá útgáfufyrirtækinu Bella Union. Tvær hljómsveitir þaðan, Beach House og Treefight for Sunlight, hafa þegar verið bókaðar á Airwaves í ár og hlýtur það að auka líkurnar á að Fleet Foxes fylgi fordæmi þeirra.

Fleet Foxes skaust fram á sjónarsviðið með samnefndum frumburði sínum árið 2008. Platan varð ofarlega á listum gagnrýnenda yfir bestu plötur þess árs og bíða margir tónlistarunnendur spenntir eftir þeirri næstu, Helplessness Blues, sem kemur út 3. maí. Hún hefur þegar fengið frábærar viðtökur, þar á meðal fullt hús og fimm stjörnur í breska tónlistartímaritinu Mojo.

Sveitin ætlar í tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir og er þegar uppselt á yfir helming tónleikanna.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.