Lífið

Prinsessan pollróleg

MYNDIR/Cover Media
Á meðfylgjandi myndum má sjá Kate Middelton, 29 ára, með systur sinni sem heitir Pippa, yfirgefa heimili þeirra í Berkshire í gær og það væntanlega í síðasta sinn fyrir stóra daginn.

Eins og sjá má á myndunum virðist Kate vera pollróleg þrátt fyrir að eftir aðeins tvo daga gengur hún að eiga Vilhjálm bretaprins.

Eldsnemma í morgun, klukkan 04:30, hófst lokaæfing hirðarinnar fyrir brúðkaupið. Fjöldi skreyttra vagna og hesta fóru konunglega rúntinn um Lundúnarborg. Garðyrkjumenn voru einnig snemma á ferðinni að koma risastórum trjám sem Kate sjálf valdi sérstaklega fyrir í Buckingham höllinni eins og sjá má í myndasafni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.