Lífið

Kate Hudson trúlofuð

MYNDIR/Cover Media
Leikkonan Kate Hudson og Muse tónlistarmaðurinn Matthew Bellamy, sem eiga von á barni saman, eru trúlofuð.

Kate tilkynnti trúlofunina í sjónvarpsþættinum Today show í vikunni eftir að spyrillinn spurði leikkonuna hvaðan demantshringurinn sem hún bar á baugfingri vinstri handar kæmi.

Kate svaraði himinlifandi: Ég er trúlofuð! Það gerðist fyrir viku síðan. Ég er í skýjunum eins og þú sérð en ég hef ekki ennþá sent út fréttatilkynningu. Mér finnst svo asnalegt að senda frá mér þess háttar tilkynningar. Bónorðið var mjög sætt og rómantískt.

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá nýjar myndir af Kate og Matt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.