Lífið

Til heiðurs Perkins

Bandaríska blúsarans verður minnst á Blúshátíð í Reykjavík sem hefst í dag. Hátíðinni lýkur 21. apríl.
nordicphotos/getty
Bandaríska blúsarans verður minnst á Blúshátíð í Reykjavík sem hefst í dag. Hátíðinni lýkur 21. apríl. nordicphotos/getty
Blúshátíð í Reykjavík hefst í áttunda sinn í dag með ýmsum uppákomum í miðbænum. Þar á meðal verður tilkynnt um heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur. Bandaríska blúsarans Pinetop Perkins, sem lést á dögunum 97 ára gamall, verður minnst um helgina, enda spilaði hann með íslensku hljómsveitinni Blue Ice Band og kom fram á Blúshátíð fyrir tveimur árum. Tónleikar honum til heiðurs verða haldnir á Rosenberg í kvöld þar sem fjöldi tónlistarmanna ætlar að heiðra Perkins, þar á meðal Vinir Dóra, Ragnheiður Gröndal og Hilmar Örn Hilmarsson. Allur ágóðinn rennur til Pinetop Perkins stofnunarinnar.

 

Á sunnudaginn sýnir Ragnar Kjartansson í fyrsta sinn hér á landi myndbandsverkið The Man í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þar spilar Perkins á píanó á akri utan við Austin í Texas. Sýningin stendur yfir frá kl. 14 til 22 og er enginn aðgangseyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.