Lífið

Hamborgarar handa tökuliðinu

Eva Longoria pantaði hamborgara handa tökuliði þáttanna Desperate Housewives.
Eva Longoria pantaði hamborgara handa tökuliði þáttanna Desperate Housewives.
gaf formkökur Jessica Biel og Gerard Butler gáfu tökuliðinu formkökur.
Eva Longoria og mótleikarar hennar í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives, þau Tuc Watkins, Kevin Rahm og Vanessa Williams, fengu hamborgarabíl frá fyrirtækinu Fatburgers til að mæta á tökustað þáttanna fyrir skömmu. Tilefnið var síðasti tökudagur nýju þáttaraðarinnar.

Uppátækið féll vel í kramið enda höfðu leikararnir og tökuliðið lagt á sig mikið erfiði til að ljúka við þáttaröðina. Gæddi hópurinn sér á hamborgurunum og öllum kaloríunum sem þeim fylgdu með bros á vör.

Hin 36 ára Longoria er ekki eina stjarnan sem hefur gefið mótleikurum sínum gott að borða á tökustað. Ekki er langt síðan Jessica Biel og Gerard Butler keyptu formkökur handa tökuliðinu þegar þau léku í myndinni Playing the Field í bænum Shreveport í Louisiana-ríki. Leikkonan Katie Holmes var einnig gjafmild við tökur á myndinni Mad Money. Hún keypti alls konar góðgæti handa mótleikurum sínum og tökuliði, þar á meðal smoothie, ís, pitsur og formkökur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.