Réttmæti neyðarlaganna í umræðu fyrir Hæstarétti 9. september 2011 05:00 Fjöldi breskra og hollenskra lögmanna fylgdist með málflutningnum í Hæstarétti í gær. Þýddu túlkar það sem fram fór en eftir því sem næst verður komist hefur það ekki verið gert áður í Hæstarétti. Þá var málflutningurinn tekinn upp sem er einnig nýmæli. Fréttablaðið/GVA Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrotabú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. Í neyðarlögunum sem sett voru í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 var kveðið á um forgang innstæðna. Því er tekist á um hvort neyðarlögin standist stjórnarskrá. Verði neyðarlögunum hnekkt vonast kröfuhafar til að fá allt að þriðjung upp í sínar kröfur en haldi þau gildi sínu rennur stærstur hluti þeirra fjármuna til breskra og hollenskra stjórnvalda sem endurgreiddu eigendum innstæðna á Icesave-reikningunum tap þeirra vegna reikninganna. Vinni almennir kröfuhafar málið er því viðbúið að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna dómsmáls varðandi Icesave aukist um hundruð milljarða. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði almennum kröfuhöfum í óhag 27. apríl síðastliðinn en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að líta þyrfti til eðlis neyðarlaganna og þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið í íslensku samfélagi þegar þau voru sett. Þá hafi þau verið sett með stjórnskipulega réttum hætti. Þegar dómur Héraðsdóms lá fyrir sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um mikilvægan áfanga að ræða. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir íslenska þjóð ef neyðarlögin myndu bresta. Breska dagblaðið Telegraph sagði í gær að málinu yrði áfram áfrýjað til Evrópudómstólsins staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms. Málflutningur hófst klukkan átta í gærmorgun og stóð langt fram eftir degi. Sjö dómarar hlýddu á en óalgengt er að svo fjölmennur dómur taki fyrir mál. Málflutningurinn í dag beindist að innstæðum á Icesave-reikningum í Bretlandi en á morgun verður tekið fyrir sambærilegt mál sem beinist að innstæðum í Hollandi. Nærri eitt hundrað almennir kröfuhafar standa að baki málinu sem er beint gegn slitastjórn Landsbankans. Telja kröfuhafarnir að með setningu neyðarlaganna hafi stjórnvöld skert verðmæti í þeirra eigu og þar með valdið þeim umtalsverðu tjóni á ólögmætan hátt. Fyrir hönd kröfuhafanna tóku til máls hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson, Arnar Þór Jónsson, Óttar Yngvason, Eyvindur Sólnes og Gunnar Jónsson. Vísuðu þeir meðal annars til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglunnar. Þá sagði Ragnar ekki hafa verið sýnt fram á að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þeirra úrræða sem gripið var til. Vægari úrræði hefðu náð fram sömu markmiðum. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Málflutningur fór fram í gær fyrir Hæstarétti í máli almennra kröfuhafa í þrotabú gamla Landsbankans sem krefjast þess að innstæður á Icesave-reikningunum verði ekki metnar sem forgangskröfur í búið. Í neyðarlögunum sem sett voru í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 var kveðið á um forgang innstæðna. Því er tekist á um hvort neyðarlögin standist stjórnarskrá. Verði neyðarlögunum hnekkt vonast kröfuhafar til að fá allt að þriðjung upp í sínar kröfur en haldi þau gildi sínu rennur stærstur hluti þeirra fjármuna til breskra og hollenskra stjórnvalda sem endurgreiddu eigendum innstæðna á Icesave-reikningunum tap þeirra vegna reikninganna. Vinni almennir kröfuhafar málið er því viðbúið að mögulegt tap íslenska ríkisins vegna dómsmáls varðandi Icesave aukist um hundruð milljarða. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði almennum kröfuhöfum í óhag 27. apríl síðastliðinn en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar. Í niðurstöðu héraðsdóms kom fram að líta þyrfti til eðlis neyðarlaganna og þeirra aðstæðna sem uppi hafi verið í íslensku samfélagi þegar þau voru sett. Þá hafi þau verið sett með stjórnskipulega réttum hætti. Þegar dómur Héraðsdóms lá fyrir sagði Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um mikilvægan áfanga að ræða. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir íslenska þjóð ef neyðarlögin myndu bresta. Breska dagblaðið Telegraph sagði í gær að málinu yrði áfram áfrýjað til Evrópudómstólsins staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu Héraðsdóms. Málflutningur hófst klukkan átta í gærmorgun og stóð langt fram eftir degi. Sjö dómarar hlýddu á en óalgengt er að svo fjölmennur dómur taki fyrir mál. Málflutningurinn í dag beindist að innstæðum á Icesave-reikningum í Bretlandi en á morgun verður tekið fyrir sambærilegt mál sem beinist að innstæðum í Hollandi. Nærri eitt hundrað almennir kröfuhafar standa að baki málinu sem er beint gegn slitastjórn Landsbankans. Telja kröfuhafarnir að með setningu neyðarlaganna hafi stjórnvöld skert verðmæti í þeirra eigu og þar með valdið þeim umtalsverðu tjóni á ólögmætan hátt. Fyrir hönd kröfuhafanna tóku til máls hæstaréttarlögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson, Arnar Þór Jónsson, Óttar Yngvason, Eyvindur Sólnes og Gunnar Jónsson. Vísuðu þeir meðal annars til eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglunnar. Þá sagði Ragnar ekki hafa verið sýnt fram á að nauðsynlegt hafi verið að grípa til þeirra úrræða sem gripið var til. Vægari úrræði hefðu náð fram sömu markmiðum. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira