Vampírumyndin The Twilight Saga: Eclipse hefur fengið átta tilnefningar til MTV-kvikmyndaverðlaunanna sem verða afhent í Los Angeles 5. júní. Hún er tilnefnd sem besta myndin auk þess sem aðalleikararnir Robert Pattinson og Kristen Stewart fá einnig tilnefningar. Hasarmyndin Inception með Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki fær sjö tilnefningar, þar á meðal fyrir bestu setninguna í mynd, sem er nýr verðlaunaflokkur. Næstar á eftir koma Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1 með sex tilnefningar og The Social Network með fimm.
Twilight með flest atkvæði
