Erlent

Danski skatturinn upprætti umfangsmikið tóbakssmygl

Danski skatturinn hefur afhjúpað umfangsmikið net fyrirtækja sem notað var til að smygla miklu magni af tóbaki frá Miðausturlöndum til Danmerkur.

Skatturinn lagði hald á tvær milljónir af sígarettum og 3,5 tonn af píputókbaki í aðgerð gegn smyglurunum.

Málið hófst á því að fyrirtæki tilkynnti um innflutning á 10.000 sígarettum en tollverðir sáu að eitthvað var athugavert við sendinguna þegar hún kom til Danmerkur. Um var að ræða þrjú vörubretti og á þeim voru samtals tvær milljónir sígarettna. Ákveðið var að bíða og sjá hvert þessi vörubretti færu og þá kom hið sanna í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×