Lífið

Mun komast að því hver faðirinn er

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elton John ásamt David Furnish, eiginmanni sínum. Mynd/ afp.
Elton John ásamt David Furnish, eiginmanni sínum. Mynd/ afp.
Stórsöngvarinn Elton John hefur tilkynnt að hann ætli sé að komast að því hver líffræðilegur faðir sonar hans er.

Elton og David Furnish, eiginmaður hans, urðu foreldrar um síðustu jól. Sonur þeirra heitir Zachary Jackson Levon og eignuðust þeir hann með hjálp staðgöngumóður á jóladag. Fyrst sögðust þeir ekki vilja vita hvor þeirra væri faðirinn.

Núna hefur Elton hins vegar boðað það að hann muni láta fara fram DNA próf ef svo færi að Zachary myndi einhvern tímann þurfa að vita, af læknisfræðilegum orsökum, hver væri faðirinn.

„Vegna sjúkraskýrslna mun Zac þurfa að vita hver líffræðilegur faðir hans er. Ef það er David þá verð ég bara mjög stoltur. Það myndi ekki skipta mig máli – og öfugt,“ sagði Elton John í samtali við Daily Mirror.

Elton greind líka frá því að staðgöngumóðirin sendir barninu brjóstamjólk í gegnum FedEx hraðsendingarþjónustuna.  








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.