Lífið

Þórunn Erna: Sjonni verður með okkur allan tímann

Nú styttist í Eurovision keppnina sem haldin verður í Þýskalandi um miðjan maí. Þórunn Erna Clausen, textahöfundur íslenska sigurlagsins Aftur heim eða Coming home eins og það heitir upp á ensku, og ekkja Sjonna Brink sem samdi lagið er í ítarlegu viðtali á Eurovision.is í dag. Þar ræðir hún hvernig tilfinning það var að sigra keppnina hér heima svo stuttu eftir að Sjonni lést.

„Við erum ánægð með að fá kost á því að heiðra minningu Sjonna og leyfa allri Evrópu að heyra tónlistina hans. Það er heiður fyrir okkur að eiga kost á því að flytja lagið og við vitum að Sjonni verður með okkur allan tímann."

Hún segir að boðskapur lagsins sé að lífið sé stutt og að enginn viti hvenær því ljúki . Því þurfi maður að lifa lífinu og eyða sem mestum tíma með fólkinu sem maður elskar.

Þórunn er ekki í neinum vandræðum með að svara því af hverju Evrópa ætti að kjósa lagið: „Mér finnst þetta besta lagið í keppninni!"






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.