Lífið

Dauði vinar hafði áhrif

Jarvis Cocker og félagar í Pulp ætla að snúa aftur í sumar.
Jarvis Cocker og félagar í Pulp ætla að snúa aftur í sumar.
Breska hljómsveitin Pulp hefur ákveðið að koma aftur saman og spila á tónlistarhátíðum í sumar eftir níu ára hlé. Dauði náins vinar hljómsveitarinnar átti stóran þátt í endurkomunni. „Ég held að það hafi átt stóran þátt í þessu. Maður áttar sig skyndilega á því að það er ekki hægt að taka neinu sem sjálfsögðum hlut,“ sagði forsprakkinn Jarvis Cocker. Gítarleikarinn Mark Webber bætti við: „Ég hélt alltaf að við myndum koma aftur saman en þegar hann dó áttaði ég mig á því að kannski ættum við að nýta tækifærið núna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.