Erlent

Kaþólska kirkjan æf vegna auglýsingar: Pabbi, hjálpaðu mér!

Kaþólska kirkjan er æf vegna auglýsingar sem hefur verið til sýningar á Ítalíu. Það er fyrirtækið Nodis sem stendur á bak við auglýsinguna sem sýnir Jesú sjálfan í heldur vandræðalegri stöðu. Hann er bundinn við rúmið og biður föður sinn um hjálp rétt áður en þybbin kona vopnuð svipu skríður upp í rúmið til hans.

Markmið auglýsingarinnar er að kynna símtæki sem guðsonurinn talar við föður sinn í gegnum.

Kaþólska kirkjan sendi út tilkynningu þar sem auglýsingin var fordæmd og sögðu hana gríðarlega móðgandi fyrir kristnina. Það er aðeins ein sjónvarpsstöð sem hefur sýnt meinta guðlastið, en hún er í eigu Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu.

Þá hafa ítölsk dagblöð hvatt neytendur til þess að sniðganga sjónvarpsstöðina á meðan hún birtir auglýsinguna. En sjón er sögu ríkari, hér fyrir ofan má sjá herlegheitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×