Enski boltinn

Khumalo gengur til liðs við Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Tottenham hefur fest kaup á Suður-Afríkumanninum Bongani Khumalo sem hefur gert samning við félagið til 2015.

Khumalo var til reynslu hjá Tottenham í júlí síðastliðnum og hefur félagið nú gengið frá kaupum á kappanum fyrir 1,5 milljón punda.

Khumalo sló í gegn á HM í sumar þar sem hann var á heimavelli með landsliði sínu. Hann skoraði fyrra markið í 2-1 sigri Suður-Afríku á Frakklandi í riðlakeppninni.

Hann leikur fyrst og fremst sem miðvörður en Tottenham á þó nóg af slíkum leikmönnum. Margir þeirra, eins og Ledley King og Jonathan Woodgate, eru yfirleitt meiddir og er hann því kærkomin viðbót við leikmannahópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×