Innlent

Katla skalf lítillega í gær

Mynd/GVA
Jarðskjálftamælar sýndu skjálfta upp á þrjá komma fimm á Richter í Kötlu upp úr klukkan hálf átta í gærkvöldi. Styrkur skjálftans vakti athygli í fyrstu, en þegar leið á kvöldið kom í ljós á mælingin var mjög ónákvæm og reyndist hann aðeins hafa verið upp á einn komma tvo. Allt hefur verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×