Innlent

Ung börn unnu skemmdarverkin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börnin sem voru að verki voru of ung til að skilja þýðingu þess að vinna skemmdarverkin.
Börnin sem voru að verki voru of ung til að skilja þýðingu þess að vinna skemmdarverkin.
Búið er að finna þá sem unnu skemmdarverk á leiðum í kirkjugarði í Borgarnesi um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þarna að verki ung börn. Barnaverndayfirvöldum, forráðamönnum barnanna og aðstandendum hinna látnu hefur verið gert viðvart.

Málið uppgötvaðist í gærmorgun og fundust krakkarnir samdægurs, að sögn lögreglunnar. Ekki fæst uppgefið á hvaða aldri börnin voru, annað en að þau hafi verið of ung til að skilja alvarleika málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×