Innlent

Þrír létust í vinnuslysum í fyrra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eru dauðsföll og alvarleg slys óhjákvæmilegur fórnarkostnaður?
Eru dauðsföll og alvarleg slys óhjákvæmilegur fórnarkostnaður? Mynd/ Getty.
Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðsta ári og 1174 vinnuslys voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir síðasta ár. Í inngangi að skýrslunni veltir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins, fyrir sér hvort það sé almennt álitinn óhjákvæmilegur „fórnarkostnaður" að nokkrir einstaklingar láti lífið á ári hverju og fjölmargir slasist eða verði fyrir heilsutjóni við vinnu sína svo að hjól atvinnulífsins geti snúist og skapað þau verðmæti sem velferð okkar byggir á.

Eyjólfur bendir síðan á að reynslan sýni að það sé hægt að haga rekstri og framkvæmd vinnu þannig að líkur á slysum og heilsutjóni verða mjög litlar þó svo starfsemin sé talin áhættusöm. Það hafi sýnt sig að fyrirtæki sem virkilega leggja sig fram geti náð svo langt að slysatíðni verði brotabrot af því sem er í öðrum fyrirtækjum í samskonar starfsemi og að það séu mannréttindi hvers vinnandi manns að geta snúið heill heim frá vinnu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×