Lífið

Vigdís kjörin í yfirstjórn ASSITEJ

Vigdís Jakobsdóttir (t.h.)
Vigdís Jakobsdóttir (t.h.)
Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri var kjörin í yfirstjórn alþjóðlegu leiklistarsamtakanna ASSITEJ á heimsþingi samtakanna sem haldið var 23. til 26. maí í Kaupmannahöfn og Malmö. Ísland hefur verið félagi í samtökunum síðan 1990 en þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur fulltrúi á sæti í yfirstjórninni.

 

ASSITEJ eru alþjóðleg samtök um barna- og unglingaleikhús. Um er að ræða regnhlífarsamtök yfir landsskrifstofum í meira ein áttatíu löndum um allan heim og að þeim koma þúsundir leikhúsa, stofnana og fagfólks í leikhúsi.

 

Samhliða heimsþinginu var boðið upp á stóra alþjóðlega leiklistarhátíð í borgunum tveimur, þar sem boðið var upp á tugi leiksýninga frá öllum heimshlutum. Sýning Þjóðleikhússins á Sindra silfurfiski var fulltrúi Íslands á hátíðinni. - bs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.