Erlent

Bob Marley hefði orðið 66 ára í dag

Bob Marley
Bob Marley
Tónlistargoðsögnin Bob Marley hefði orðið 66 ára í dag og af því tilefni verða haldnir tónleikar í heimabæ hans TrenchTown á Jamaíka í dag og í kvöld.

Fjölmargir listamenn, þar á meðal synir Marley, ætla að halda minningu goðsagnarinnar á lofti og spila mörg af hans frægustu lögum.

Bob Marley lést úr krabbameini í maí árið 1981 aðeins 36 ára að aldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×