Í fangelsi í Tælandi - vita ekki hvenær réttað verður yfir Brynjari 18. ágúst 2011 10:22 Borghildur Antonsdótir og sonur hennar, Brynjar Mettinisson, sem hefur setið í fangelsi í Tælandi frá því í Maí. Samsett mynd/Vísir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var fyrir fíkniefnamisferli í Bangkok í Tælandi fyrir um tveimur og hálfum mánuði, segist ekki vita hvenær réttað verði yfir syni sínum. Upphaflega var áætlað að réttarhöldin hefðust nú í ágúst. „Við vitum það ekki almennilega hvenær réttarhöldin hefjast. Þetta er allt undir þeim í fangelsinu komið." segir Borghildur, sem sér sér ekki fjárhagslega fært að fara til Tælands við upphaf réttarhaldanna. „Lögfræðingurinn segir að ferlið gæti verið allt frá ári upp í eitt og hálft ár. Hann verður búinn að vera þarna í tvö ár þegar þetta verður búið." Fyrstu fregnir af máli Brynjars hermdu að hann hefði verið handtekinn ásamt áströlskum karlmanni sem reyndist hafa amfetamín á sér, en engin fíkniefni hefðu fundist á Brynjari, sem neitaði sök í málinu. Chamnarn Viravan, aðalræðismaður Íslands í Taílandi, hafði þó seinna eftir unnustu Brynjars að hann hefði útvegað burðardýr til að flytja einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. Arabískur maður hefði sett sig í samband við Brynjar á netinu og boðið honum fé sem nemur tæpum 290 þúsund krónum fyrir verkið, en að sögn unnustunnar vissi Brynjar ekki hvaða efni stæði til að flytja. Borghildur hefur ekkert heyrt í syni sínum frá því hún kom heim frá Tælandi. „Hann má ekkert hringja og hafa samband og ég má heldur ekkert hringja í hann. Það eina sem ég heyri er í gegnum kærustuna hans, sem má heimsækja hann einu sinni í viku." Brynjar hefur tvisvar orðið veikur innan fangelsisveggjanna og telur Borghildur líklegt að aðstæðum í fangelsinu sé um að kenna. „Þó það sé heitt þarna þá er mjög kalt á nóttunni. Hann er ekki með mikið pláss, bara 45 sentímetra, svo hann verður að sofa í fósturstellingu. Það eru allir veikir þarna meira og minna, berklar, alnæmi og fleira. Það ekkert gert fyrir þetta fólk." Brynjari var útvegaður lögfræðingur, en lögfræðingurinn talar ekki ensku. Þrátt fyrir að Brynjar sé slarkfær á tælensku segist Borghildur efast um að sú kunnátta nægi honum til að ræða og skilja lögfræðileg málefni á tungumálinu. Móðir Brynjars sagðist afar þakklát öllum þeim sem stutt hefðu Brynjar, þar sem öll fjölskyldan væri nú skuldsett upp fyrir haus, og sagðist hún vonast til að fólk sæi sér fært að halda áfram að styðja son sinn svo hægt væri að standa undir lögfræðikostnaðinum. Hægt er að aðstoða fjölskyldu Brynjars með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Tengdar fréttir Fær að sjá hann á þriðjudögum Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi, þarf að bíða í viku í Bangkok þar til hún fær að hitta son sinn. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald um mánaðamótin vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. 16. júní 2011 07:15 Frelsið kostar eina milljón í Taílandi „Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. 4. júní 2011 09:00 Brynjar svaf á köldu gólfi í fangelsi í Taílandi "Brynjar hefur ekkert játað. En við vitum að hann getur fengið tíu til fimmtán ára dóm,“ segir Eva Davíðsdóttir, systir Brynjars Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. 15. júní 2011 09:00 Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Móðir Brynjars: Ekki dæma hann fyrr en hann verður dæmdur "Brynjar hefur búið hjá mér alveg þangað til hann fór til Taílands og ég þekki hann eins og hendina á mér, ég veit alveg hvernig hann hugsar,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjar Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok grunaður um fíkniefnamisferli. Hún trúir á sakleysi sonar síns og segir að hann myndi aldrei taka þátt í einhverju ólöglegu athæfi. 7. júní 2011 17:47 Útvegaði burðardýr til fíkniefnasmygls Brynjar Mettinisson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok í Taílandi, útvegaði arabískum manni sem hann hafði verið í samskiptum við á netinu burðardýr sem flytja átti einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. 7. júní 2011 06:30 Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt "Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. 3. júní 2011 14:16 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var fyrir fíkniefnamisferli í Bangkok í Tælandi fyrir um tveimur og hálfum mánuði, segist ekki vita hvenær réttað verði yfir syni sínum. Upphaflega var áætlað að réttarhöldin hefðust nú í ágúst. „Við vitum það ekki almennilega hvenær réttarhöldin hefjast. Þetta er allt undir þeim í fangelsinu komið." segir Borghildur, sem sér sér ekki fjárhagslega fært að fara til Tælands við upphaf réttarhaldanna. „Lögfræðingurinn segir að ferlið gæti verið allt frá ári upp í eitt og hálft ár. Hann verður búinn að vera þarna í tvö ár þegar þetta verður búið." Fyrstu fregnir af máli Brynjars hermdu að hann hefði verið handtekinn ásamt áströlskum karlmanni sem reyndist hafa amfetamín á sér, en engin fíkniefni hefðu fundist á Brynjari, sem neitaði sök í málinu. Chamnarn Viravan, aðalræðismaður Íslands í Taílandi, hafði þó seinna eftir unnustu Brynjars að hann hefði útvegað burðardýr til að flytja einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. Arabískur maður hefði sett sig í samband við Brynjar á netinu og boðið honum fé sem nemur tæpum 290 þúsund krónum fyrir verkið, en að sögn unnustunnar vissi Brynjar ekki hvaða efni stæði til að flytja. Borghildur hefur ekkert heyrt í syni sínum frá því hún kom heim frá Tælandi. „Hann má ekkert hringja og hafa samband og ég má heldur ekkert hringja í hann. Það eina sem ég heyri er í gegnum kærustuna hans, sem má heimsækja hann einu sinni í viku." Brynjar hefur tvisvar orðið veikur innan fangelsisveggjanna og telur Borghildur líklegt að aðstæðum í fangelsinu sé um að kenna. „Þó það sé heitt þarna þá er mjög kalt á nóttunni. Hann er ekki með mikið pláss, bara 45 sentímetra, svo hann verður að sofa í fósturstellingu. Það eru allir veikir þarna meira og minna, berklar, alnæmi og fleira. Það ekkert gert fyrir þetta fólk." Brynjari var útvegaður lögfræðingur, en lögfræðingurinn talar ekki ensku. Þrátt fyrir að Brynjar sé slarkfær á tælensku segist Borghildur efast um að sú kunnátta nægi honum til að ræða og skilja lögfræðileg málefni á tungumálinu. Móðir Brynjars sagðist afar þakklát öllum þeim sem stutt hefðu Brynjar, þar sem öll fjölskyldan væri nú skuldsett upp fyrir haus, og sagðist hún vonast til að fólk sæi sér fært að halda áfram að styðja son sinn svo hægt væri að standa undir lögfræðikostnaðinum. Hægt er að aðstoða fjölskyldu Brynjars með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949.
Tengdar fréttir Fær að sjá hann á þriðjudögum Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi, þarf að bíða í viku í Bangkok þar til hún fær að hitta son sinn. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald um mánaðamótin vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. 16. júní 2011 07:15 Frelsið kostar eina milljón í Taílandi „Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. 4. júní 2011 09:00 Brynjar svaf á köldu gólfi í fangelsi í Taílandi "Brynjar hefur ekkert játað. En við vitum að hann getur fengið tíu til fimmtán ára dóm,“ segir Eva Davíðsdóttir, systir Brynjars Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. 15. júní 2011 09:00 Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Móðir Brynjars: Ekki dæma hann fyrr en hann verður dæmdur "Brynjar hefur búið hjá mér alveg þangað til hann fór til Taílands og ég þekki hann eins og hendina á mér, ég veit alveg hvernig hann hugsar,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjar Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok grunaður um fíkniefnamisferli. Hún trúir á sakleysi sonar síns og segir að hann myndi aldrei taka þátt í einhverju ólöglegu athæfi. 7. júní 2011 17:47 Útvegaði burðardýr til fíkniefnasmygls Brynjar Mettinisson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok í Taílandi, útvegaði arabískum manni sem hann hafði verið í samskiptum við á netinu burðardýr sem flytja átti einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. 7. júní 2011 06:30 Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt "Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. 3. júní 2011 14:16 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Fær að sjá hann á þriðjudögum Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi, þarf að bíða í viku í Bangkok þar til hún fær að hitta son sinn. Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald um mánaðamótin vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. 16. júní 2011 07:15
Frelsið kostar eina milljón í Taílandi „Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. 4. júní 2011 09:00
Brynjar svaf á köldu gólfi í fangelsi í Taílandi "Brynjar hefur ekkert játað. En við vitum að hann getur fengið tíu til fimmtán ára dóm,“ segir Eva Davíðsdóttir, systir Brynjars Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Taílandi vegna gruns um aðild að fíkniefnasmygli. 15. júní 2011 09:00
Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32
Móðir Brynjars: Ekki dæma hann fyrr en hann verður dæmdur "Brynjar hefur búið hjá mér alveg þangað til hann fór til Taílands og ég þekki hann eins og hendina á mér, ég veit alveg hvernig hann hugsar,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjar Mettinissonar sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok grunaður um fíkniefnamisferli. Hún trúir á sakleysi sonar síns og segir að hann myndi aldrei taka þátt í einhverju ólöglegu athæfi. 7. júní 2011 17:47
Útvegaði burðardýr til fíkniefnasmygls Brynjar Mettinisson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Bangkok í Taílandi, útvegaði arabískum manni sem hann hafði verið í samskiptum við á netinu burðardýr sem flytja átti einn lítra af metamfetamíni í vökvaformi til Japans. 7. júní 2011 06:30
Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt "Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. 3. júní 2011 14:16