Frelsið kostar eina milljón í Taílandi 4. júní 2011 09:00 Brynjar Mettinisson hefur verið færður í klefa með mörgum föngum. Þar líður honum illa, að sögn Borghildar Antonsdóttur, móður hans. „Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. Ræðismaður Íslands í Taílandi fékk í gær lögfræðing í mál Brynjars og mun hann heimsækja skjólstæðing sinn í fangelsið snemma í næstu viku. Lögfræðikostnaður fellur á móður Brynjars. Greint var frá því í fyrradag að Brynjar og unnusta hans hefðu verið á heimleið frá veitingastað í Bangkok þegar þau hittu mann frá Ástralíu sem þau könnuðust við. Skömmu síðar bar lögreglu að sem leitaði á mönnunum. Fíkniefni fundust á Ástralanum en ekkert á Brynjari. Þeir voru báðir handteknir og eiga að dúsa í fangelsi í borginni þar til mál þeirra verður tekið fyrir eftir þrjá mánuði. Í Taílandi eru hörð viðurlög gegn fíkniefnabrotum og gæti Brynjar átt yfir höfði sér þrjátíu ára dóm. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við um Brynjar, þar á meðal systkini hans, segja hann dagfarsprúðan. Ólíklegt sé að hann hafi verið viðriðinn fíkniefnamisferli eins og lögregla í Taílandi gruni hann um. Borghildur hefur ekki fengið að ræða við son sinn en fær daglega upplýsingar um líðan hans frá kærustunni, sem fer í fangelsið daglega. Þar eru aðstæður slæmar. „Hún segir mér að Brynjar hafi verið fluttur til í fangelsinu, í klefa sem ansi margir eru í. Þar er skítugt og ömurlegt, Brynjari líður hræðilega og hann sefur illa. En nú má hún ekki koma með mat til hans nema einu sinni í viku, á þriðjudögum. Einu sinni á dag kemur súpukarl og Brynjar þarf að kaupa súpu af honum. Þarna þarf að kaupa allt, mat og klósettpappír… allt,“ segir Borghildur. „Ef hann hefði ekki kærustuna til að láta sig fá peninga þá fengi hann ekkert.“ Borghildur hefur eftir kærustu Brynjars að Ástralinn sé í sama fangelsi. Brynjar hafi heyrt að bróðir mannsins sé væntanlegur og ætli sá að greiða fyrir lausn hans, jafnvirði einnar milljónar króna. „Ég á ekki þessa peninga,“ segir Borghildur, sem í síðustu viku flutti til dóttur sinnar og tveggja barna hennar í Svíþjóð. Þar dvelur hún með yngsta ömmubarninu sem fæddist fyrir mánuði. jonab@frettabladid.is Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Þetta mál snýst ekki um sekt, sakleysi eða líf heldur peninga. Ef ég gæti farið út til Taílands og greitt til að leysa Brynjar út myndi ég gera það. En ég á ekki neitt,“ segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var úti á götu í Bangkok í Taílandi á mánudag og úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald. Brynjar varði 25 ára afmælisdeginum innan fangelsismúranna í gær. Ræðismaður Íslands í Taílandi fékk í gær lögfræðing í mál Brynjars og mun hann heimsækja skjólstæðing sinn í fangelsið snemma í næstu viku. Lögfræðikostnaður fellur á móður Brynjars. Greint var frá því í fyrradag að Brynjar og unnusta hans hefðu verið á heimleið frá veitingastað í Bangkok þegar þau hittu mann frá Ástralíu sem þau könnuðust við. Skömmu síðar bar lögreglu að sem leitaði á mönnunum. Fíkniefni fundust á Ástralanum en ekkert á Brynjari. Þeir voru báðir handteknir og eiga að dúsa í fangelsi í borginni þar til mál þeirra verður tekið fyrir eftir þrjá mánuði. Í Taílandi eru hörð viðurlög gegn fíkniefnabrotum og gæti Brynjar átt yfir höfði sér þrjátíu ára dóm. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við um Brynjar, þar á meðal systkini hans, segja hann dagfarsprúðan. Ólíklegt sé að hann hafi verið viðriðinn fíkniefnamisferli eins og lögregla í Taílandi gruni hann um. Borghildur hefur ekki fengið að ræða við son sinn en fær daglega upplýsingar um líðan hans frá kærustunni, sem fer í fangelsið daglega. Þar eru aðstæður slæmar. „Hún segir mér að Brynjar hafi verið fluttur til í fangelsinu, í klefa sem ansi margir eru í. Þar er skítugt og ömurlegt, Brynjari líður hræðilega og hann sefur illa. En nú má hún ekki koma með mat til hans nema einu sinni í viku, á þriðjudögum. Einu sinni á dag kemur súpukarl og Brynjar þarf að kaupa súpu af honum. Þarna þarf að kaupa allt, mat og klósettpappír… allt,“ segir Borghildur. „Ef hann hefði ekki kærustuna til að láta sig fá peninga þá fengi hann ekkert.“ Borghildur hefur eftir kærustu Brynjars að Ástralinn sé í sama fangelsi. Brynjar hafi heyrt að bróðir mannsins sé væntanlegur og ætli sá að greiða fyrir lausn hans, jafnvirði einnar milljónar króna. „Ég á ekki þessa peninga,“ segir Borghildur, sem í síðustu viku flutti til dóttur sinnar og tveggja barna hennar í Svíþjóð. Þar dvelur hún með yngsta ömmubarninu sem fæddist fyrir mánuði. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira