Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan Valur Grettisson skrifar 2. júní 2011 16:32 „Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
„Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53