Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan Valur Grettisson skrifar 2. júní 2011 16:32 „Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53