Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt Boði Logason skrifar 3. júní 2011 14:16 Borghildur Antonsdóttir og Brynjar Mettinisson, sonur hennar. Mynd/Samsett-Vísir.is „Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur. Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
„Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur.
Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32