Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt Boði Logason skrifar 3. júní 2011 14:16 Borghildur Antonsdóttir og Brynjar Mettinisson, sonur hennar. Mynd/Samsett-Vísir.is „Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur. Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur.
Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32