Ekkert heyrt í syninum frá handtöku: Alveg svakalega erfitt Boði Logason skrifar 3. júní 2011 14:16 Borghildur Antonsdóttir og Brynjar Mettinisson, sonur hennar. Mynd/Samsett-Vísir.is „Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur. Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
„Ég bara bið til Guðs, það er ekkert annað sem ég get gert," segir Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar, sem var handtekinn í vikunni í miðborg Bangkok í Taílandi fyrir fíkniefnamisferli. Hann situr nú í fangelsi í landinu en hvorki móðir hans né lögfræðingur hafa fengið að tala við hann. „Það er búið að útvega honum lögfræðing sem ætlar að hitta sendiherrann í dag. Hann fer svo til hans í næstu viku og ætlaði að gera sitt besta til að leyfa honum að hringja í mig," segir Borghildur sem hefur ekki enn fengið að heyra í syni sínum frá því hann var handtekinn. Hún segir að það sé erfitt að vita af syni sínum í fangelsinu. „Maður veit ekki í hvorn fótinn maður á stíga, þetta er alveg svakalega erfitt," segir hún. „Þetta er alveg hræðilegt." Brynjar á tuttugu og fimm ára afmæli í dag og hefur hún reynt að ná tali af kærustunni hans. „Ég reyndi að hringja í hana tvisvar í dag, en klukkan er að verða ellefu um kvöld hjá henni. Ég ætlaði að athuga hvort hún hafi reynt að fara til hans í dag, hún hefur ábyggilega farið með mat til hans," segir hún. Borghildur lýsir handtökunni þannig að Brynjar hafi farið út að borða með kærustu sinni á mánudaginn þegar að ókunnugur maður kemur upp að þeim og stoppar þau. Svo hafi Brynjar ekki vitað af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér. Þessa lýsingu á handtökunni fær Borghildur frá kærustu Brynjars. „Hún talar voðalega lélega ensku og maður skilur ekki nema kannski tvö prósent af því sem hún segir, ég er ekki alveg hundrað prósent á því að þetta hafi verið akkúrat svona eins og hún lýsir því," segir Borghildur og tekur fram að hún sé að lýsa því sem hún heldur að kærastan hafi sagt. „Ég bara vona að þetta hafi bara verið svona en ekki einhver hafi platað hann í burtu eða eitthvað annað skilurðu," segir Borghildur.
Tengdar fréttir Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Sjá meira
Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan "Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. 2. júní 2011 16:32