Tottenham er úr leik í ensku bikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Fulham, 4-0, á Craven Cottage í dag. Fulham fékk sannkallaða óskabyrjun þegar þeir fengu vítaspyrnu á 13. mínútu og Michael Dawson fékk að líta rauða spjaldið.
Danny Murphy skoraði úr vítaspyrnunni og kom Fulham yfir. Hann var aftur á ferðinni úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Norðmaðurinn Brede Hangeland bætti við þriðja markinu á 23. mínútu og Moussa Dembélé fullkomnaði niðurlægingu Tottenham í fyrri hálfleik með marki á 45. mínútu.
Fulham er þar með komið áfram í fimmtu umferðina og mætir Bolton eða Wigan.
Fulham 4-0 Tottenham
1-0 Danny Murphy (´13 vsp.)
2-0 Danny Murphy (´16 vsp.)
3-0 Brede Hangeland (´23)
4-0 Moussa Dembélé (´45)
Tottenham steinlá fyrir Fulham í bikarnum
Jón Júlíus Karlsson skrifar

Mest lesið

KR lætur þjálfarateymið fjúka
Íslenski boltinn


Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda
Íslenski boltinn

„Bara pæling sem kom frá Caulker“
Fótbolti




„Vorum búnir að vera miklu betri“
Fótbolti

