Fótbolti

Ungfrú Wales kennir leikmönnum þjóðsönginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hamilton þessi mun syngja þjóðsönginn fyrir leik Wales og Englands.
Hamilton þessi mun syngja þjóðsönginn fyrir leik Wales og Englands.
Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, beitir öllum brögðum til þess að ná sigri gegn Englendingum. Nú hefur verið opinberað leynivopn hans fyrir leikinn. Það er engin önnur en fegurðardrottning Wales, Courtenay Hamilton.

Speed finnst vanta talsvert upp á þjóðarstolt leikmanna knattspyrnulandsliðsins en þeir syngja þjóðsönginn ekki af sama krafti og rúgbý-leikmenn þjóðarinnar.

Speed er því með allt liðið á námskeiði hjá Hamilton en margir þeirra tala ekki velsku sem þjóðsöngurinn er einmitt sunginn á.

Hamilton er afar hæfileikarík ung kona. Hún er ekki bara gullfalleg heldur er hún einnig menntuð í klassískum söng og mun hún einmitt syngja þjóðsönginn fyrir leikinn.

Speed vill að allir leikmenn taki undir með Hamilton og þeim 70 þúsund áhorfendum sem verða á vellinum.

Svo er bara að bíða og sjá hverju það skilar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×