Innlent

Umhleypingar tefja farþegaflug

Reykjavíkurflugöllur Vél frá Akureyri lýsti upp snjóskafla við Reykjavíkurflugvöll þegar hún lenti langt á eftir áætlun á níunda tímanum gærkvöldi.Fréttabalðið/HAG
Reykjavíkurflugöllur Vél frá Akureyri lýsti upp snjóskafla við Reykjavíkurflugvöll þegar hún lenti langt á eftir áætlun á níunda tímanum gærkvöldi.Fréttabalðið/HAG
Talsverðar seinkanir urðu í gær í innanlandsflugi. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, var um að kenna erfiðum brautarskilyrðum í Reykjavík.

„Í þessari hláku er erfitt að halda bremsuskilyrðum þannig að þau sé viðunandi, Við þurftum meðal annars að fella niður flug á Ísafjörð," segir Árni og útskýrir að á meðan verið var að vinna að því aö koma brautarskilyrðum í lag í Reykjavík hafi dagsbirtan fjarað út á Ísafirði þannig að birtuskilyrðin þar hafi gert útslagið.

Reynt var fram á kvöld í gær að vinda ofan af miklum töfum á komum og brottförum milli Reykjavíkur annars vegar og Akureyrar og Egilsstaða hins vegar. Seinkanir námu þá í sumum tilvikum þremur klukkustundum.

Árni segir Flugfélag Íslands munu halda farþegum sínum upplýstum með smáskilaboðum ef eitthvað beri frekar út af og hvetur þá til að fylgjast vel með öllum breytingum.

Fljúga á samkvæmt áætlun fram á hádegisbil á aðfangadag. Flug liggur síða niðri á jóladag en Árni segir það hefjast að nýju á annan í jólum. Aðspurður segir hann bókanir nú á svipuðu róli og í fyrra, þó ívið fleiri en þá.

- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×