Lífið

Stolt af Barbados

Rihanna hefur tekið að sér að kynna Barbados enn betur fyrir heiminum.
Rihanna hefur tekið að sér að kynna Barbados enn betur fyrir heiminum.
Rihanna hefur ákveðið að taka að sér að vera talsmaður ferðamannaiðnaðar á Barbados. Söngkonan, sem fæddist á eyjunni, vill hjálpa til við að kynna land og þjóð betur fyrir ferðamönnum og ætlar að halda stóra tónleika í heimalandinu í ágúst. „Barbados er staður eins og enginn annar og ein af ástæðum þess að ég er að kynna landið er allt þjóðarstoltið sem fólkið mitt býr yfir. Ég vil að allir ferðamenn sem heimsækja þessa fallegu eyju fái að upplifa hvað það er sem gerir þennan áfangastað öðruvísi en alla aðra, og það er meðal annars hinn góði andi og hlýjan frá samlöndum mínum,“ segir Rihanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.