Erlent

Vann milljarða en svarar ekki

Sænska lottósambandið hefur leitað árangurslaust að sigurvegara lottósins frá laugardeginum 12. júní. Hinn heppni vinningshafi vann 105 milljón sænskar krónur, sem eru tæplega tveir milljarðar íslenskra króna.

Sænska lottósambandið veit hver maðurinn er, þar sem hann keypti miðann með svokölluðu spilakorti. Hringt er í vinningshafann tvisvar sinnum á klukkutíma. Vandamálið er bara að hann svarar ekki í símann.- mmf




Fleiri fréttir

Sjá meira


×