Lífið

Greinilega ánægð að vera laus við ellismellinn

MYNDIR/Cover Media
Brúðkaupi Playboy-kóngsins Hugh Hefner, 85 ára, og fyrirsætunnar Crystal Harris, 25 ára, sem fagnar skælbrosandi í myndasafni, var aflýst á dögunum. Hugh sjálfur opinberaði fréttina á samskiptasíðunni Twitter með eftirfarandi skilaboðum:

„Brúðkaupinu er aflýst. Crystal skipti um skoðun."

Brúðkaupið átti að fara fram 18. júní og hafði 300 gestum verið boðið í veisluna í Playboyhöllinni í Los Angeles. Vefmiðillinn TMZ greindi frá því að Hugh og Crystal hefðu rifist heiftarlega og hún flutt út í kjölfarið.

Þær fréttir ganga nú um vefmiðlana að Crystal sé tekin saman við jafnaldra sinn Jordan McGraw, sem er yngsti sonur sjónvarpssálfræðingsins dr. Phil McGraw.

Í meðfylgjandi myndasafni á sjá Crystal pósa skælbrosandi við sundlaugarbakka í Las Vegas sama dag og brúðkaupið átti að eiga sér stað, með Playboy blaðið með henni léttklæddri á forsíðunni, og það sem betra er, - endanlega laus við ellismellinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.