Lífið

Justin Bieber óttast um öryggið

Unglingsstúlkur í Singapúr bíða eftir goðinu á Changi-flugvellinum. nordicphotos/getty
Unglingsstúlkur í Singapúr bíða eftir goðinu á Changi-flugvellinum. nordicphotos/getty
Popparinn ungi Justin Bieber á erfitt með að venjast því að vera hundeltur af öskrandi stelpum hvert sem hann fer. Þrátt fyrir að vera vanur sviðsljósinu finnst honum sú gríðarlega athygli sem hann fær á degi hverjum einum of mikil.

Bieber, sem er nýorðinn sautján ára, er á tónleikaferð um Asíu sem er hluti af risavöxnu tónleikaferðalagi hans um heiminn. Á blaðamannafundi í Singapúr sagði hann að mikilvægt væri að vera varkár þegar aðdáendur hans væru annars vegar. Á fundinum, sem var haldinn fyrir tónleika hans í Singapúr-íþróttahöllinni, var hann spurður hvers vegna hann hefði ekki viljað spjalla við aðdáendur sína við komuna til landsins á Changi-flugvellinum. „Þetta snerist um öryggi. Það hefði ekki verið öruggt fyrir mig, öskrin og allt það. Ég hef ekki náð að venjast þessu. Mér finnst þetta enn algjört brjálæði," sagði Bieber. „Mér þykir mjög vænt um aðdáendur mína en ég get ekki sett sjálfan mig í aðstöðu þar sem ég er í hættu. Stundum verða stelpurnar dálítið klikkaðar og reyna að grípa í mig."

Talið er að kærasta Biebers, Selena Gomez, hafi nýverið farið að hitta hann í Asíu en þau hafa verið fjarri hvort öðru í langan tíma vegna tónleikaferðalagsins. Hún passar væntanlega vel upp á að halda kærastanum frá stúlknamúgnum sem virðist bara ekki fá nóg af ungstirninu æðislega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.