Lífið

Stofnuðu eigin pönkútgáfu

Tónlistarmaðurinn Þórir rekur Paradísarborgarplötur ásamt Fannari Erni Karlssyni og Júlíu Aradóttur. fréttablaðið/anton
Tónlistarmaðurinn Þórir rekur Paradísarborgarplötur ásamt Fannari Erni Karlssyni og Júlíu Aradóttur. fréttablaðið/anton
Plötuútgáfan PBP, eða Paradísarborgarplötur, hefur gefið út sjö plötur síðan hún var sett á laggirnar árið 2009. „Við lítum ekki á þetta sem fyrirtæki heldur sem útgáfu. Það eru engir fjármunir sem eru að koma inn,“ segir Fannar Örn Karlsson, sem er maðurinn á bak við útgáfuna ásamt tónlistarmanninum Þóri Georgi Jónssyni og Júlíu Aradóttur.

Fannar Örn og Þórir eru í fjórum af þeim fimm hljómsveitum sem eru á mála hjá PBP, eða þeim Deathmetal Supersquad, Eðli annarra, Tentacles of Doom og Þóri. Harðkjarnasveitin Dys er sú eina sem tengist þeim tveimur ekki beint. „Við erum búnir að vera í pönkhljómsveitum í tíu ár. Ástæðan fyrir því að við stofnuðum þessa útgáfu er að enginn annar hafði áhuga á að gefa út þannig bönd. Við fundum því verkfæri til að gera þetta sjálfir,“ segir Fannar Örn.

PBP aðhyllist hugmyndafræðina DIY sem snýst um að gera eins mikið sjálf og hægt er án aðstoðar annarra. Útgáfan hefur fengið beiðnir um að gefa út plötur með fleiri hljómsveitum en ekkert hefur orðið af því. „Við erum báðir í svo mörgum böndum að við höfum ekki haft tíma til að gefa út mikið annað,“ segir Fannar. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.