Gerir heimildarmynd um of feit börn á Íslandi 3. maí 2011 16:00 Inga Lind Karlsdóttir hyggst gera heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Fréttablaðið/Daníel „Þetta er orðið að vandamáli fyrir löngu síðan," segir fyrrum sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir en hún er byrjuð að undirbúa heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Að sögn Ingu er undirbúningur myndarinnar þó skammt á veg komin. „En ef Guð lofar þá gæti þetta gengið, þetta er nokkuð sem mig langar til að gera og ég er byrjuð að vinna í þessu," útskýrir Inga en henni til halds og trausts verður að öllum líkindum Einar Árnarson, tökumaður. Umræðan um of feit börn hefur orðið háværari undanfarin ár og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nýlegar rannsóknir hér á landi benda til þess að vandamálið fari sífellt vaxandi hjá fólkinu sem á að erfa landið og þannig er talið að um fimmtungur íslenskra barna á aldrinum sjö til níu ára sé of þungur. Er þar um kennt of lítilli hreyfingu og óhollum mat en fingrunum hefur þá aðallega verið beint að skólamáltíðunum. Inga Lind kveðst ekki reiðubúin til að skella skuldinni alfarið á þær. „Ég ætla líka að skoða hvað við erum að gefa börnunum okkar að borða heimafyrir." Hún segir þetta vera stórt mál fyrir allt samfélagið, þetta varði alla. „Og hingað til virðist of lítið hafa verið gert af hálfu hins opinbera, ekki fyrr en nú, að verið er að opna móttöku fyrir of feit börn á barnaspítalanum og ég vonast til að geta fylgt þeirri opnun eftir í myndinni." Fyrir utan sjónvarpsferil sinn hefur Inga verið dugmikil í opinberri umræðu, hún hlaut meðal annars kosningu til stjórnlagaþingsins en ákvað að þiggja ekki sæti í sjálfu stjórnlagaráðinu og þá hefur hún setið í stjórn Hjallastefnunnar á Íslandi. Hún segir ekkert eitt hafa orðið til þess að hún ákvað að athuga jarðveginn fyrir heimildarmynd eins og þessari. „Þetta verkefni á barnaspítalanum vakti áhuga minn og mig langar til að gefa fólki tækifæri til að fá að fræðast um vandann. Þetta er bara eitt vandamálið í þjóðfélaginu þar sem við getum gert betur og vonanandi breytt einhverju." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
„Þetta er orðið að vandamáli fyrir löngu síðan," segir fyrrum sjónvarpskonan Inga Lind Karlsdóttir en hún er byrjuð að undirbúa heimildarmynd um of feit börn á Íslandi. Að sögn Ingu er undirbúningur myndarinnar þó skammt á veg komin. „En ef Guð lofar þá gæti þetta gengið, þetta er nokkuð sem mig langar til að gera og ég er byrjuð að vinna í þessu," útskýrir Inga en henni til halds og trausts verður að öllum líkindum Einar Árnarson, tökumaður. Umræðan um of feit börn hefur orðið háværari undanfarin ár og þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi. Nýlegar rannsóknir hér á landi benda til þess að vandamálið fari sífellt vaxandi hjá fólkinu sem á að erfa landið og þannig er talið að um fimmtungur íslenskra barna á aldrinum sjö til níu ára sé of þungur. Er þar um kennt of lítilli hreyfingu og óhollum mat en fingrunum hefur þá aðallega verið beint að skólamáltíðunum. Inga Lind kveðst ekki reiðubúin til að skella skuldinni alfarið á þær. „Ég ætla líka að skoða hvað við erum að gefa börnunum okkar að borða heimafyrir." Hún segir þetta vera stórt mál fyrir allt samfélagið, þetta varði alla. „Og hingað til virðist of lítið hafa verið gert af hálfu hins opinbera, ekki fyrr en nú, að verið er að opna móttöku fyrir of feit börn á barnaspítalanum og ég vonast til að geta fylgt þeirri opnun eftir í myndinni." Fyrir utan sjónvarpsferil sinn hefur Inga verið dugmikil í opinberri umræðu, hún hlaut meðal annars kosningu til stjórnlagaþingsins en ákvað að þiggja ekki sæti í sjálfu stjórnlagaráðinu og þá hefur hún setið í stjórn Hjallastefnunnar á Íslandi. Hún segir ekkert eitt hafa orðið til þess að hún ákvað að athuga jarðveginn fyrir heimildarmynd eins og þessari. „Þetta verkefni á barnaspítalanum vakti áhuga minn og mig langar til að gefa fólki tækifæri til að fá að fræðast um vandann. Þetta er bara eitt vandamálið í þjóðfélaginu þar sem við getum gert betur og vonanandi breytt einhverju." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira