Lífið

Besti taktkjaftur Breta á Nasa

Taktkjafturinn Beardyman kemur fram á tónleikum á Nasa næsta laugardag 7. maí.

Beardyman vakti fyrst athygli þegar hann vann keppnina UK Beatbox Champion árin 2006 og 2007. Árið 2008 sat hann í dómnefnd. Hann hefur verið í fararbroddi taktkjafta og blandar saman nýjustu tækni og hæfileikum sínum til að skapa heilu tónverkin á sviði.

Hann ku vera afar fjölhæfur og tónleikar hans þykja skemmtilegir, fyndnir og áhugaverðir. Hér fyrir ofan má sjá 50 mínútna myndband af því þegar hann kom fram í London síðastliðið sumar.

Fjölmargir tónlistarmenn koma fram á Nasa á laugardaginn ásamt Beardyman. Mc Messiah, Mc Chiovas og Nasty Shit frá Litháen, Dj Mira Joo frá Ungverjalandi, íslensku hipp hopp-hljómsveitirnar Forgotten Lores og 32C. Rappararnir Emmsjé Gauti og Dabbi T ásamt PLX, Gnúsa Yones, Marlon Pollock og 3. hæðinni.

Forsala fer fram í verslunum Skór.is í Kringlunni og Smáralind og í plötubúðinni Lucky Records á Hverfisgötu. Miðaverð er 3.000 krónur í forsölu og 3.500 við dyrnar.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.