Lífið

Er skilnaðarkúrinn ástæðan fyrir þessari útgeislun?

MYNDIR/Cover Media
Leikkonan Renee Zellweger, 42 ára, var stórglæsileg á rauða dreglinum á galakvöldi sem haldið var í New York í gærkvöldi eins og sjá má á myndunum. Hún klæddist gylltum síðkjól, fleginn í bakið, eftir Carolina Herrera, sem klæddi hana áberandi vel.

Renee er á lausu eftir að hafa nýlega sagt skilið við leikarann Bradley Cooper. Zellweger virðist þó ekki gráta sambandið því hún lék við hvern sinn fingur í gær.

Zellweger og Cooper tóku saman árið 2009 og bjuggu saman undanfarið ár. Tímaritið US Weekly hélt því fram að Cooper hafi haldið framhjá Zellweger bæði með Jessicu Biel og Söndru Bullock. Það hefur þó ekki verið staðfest og segja vinir leikkonunnar að hún hafi einfaldlega gefist upp á sambandinu.

Skilnaðurinn við Cooper er aldeilis ekki ástæðan fyrir áberandi fallegri útgeislun leikkonunnar heldur er hún dugleg að hreyfa sig á hverjum degi og meðvituð um hvað hún lætur ofan í sig.

Komdu með okkur í bíó!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.